Verkfæri fyrir foreldra

Forvarnarfræðsla fyrir foreldra – Forvarnir hefjast heima!

Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi snúast um fræðslu og samskipti. Helsta áhersla Blátt áfram er að fræða fullorðna um ábyrgð sína gagnvart börnum, tryggja öryggi barna bæði heima hjá sér og þar sem þau koma saman í skóla eða tómstundum.

Erfitt er fyrir foreldra að sjá fyrir sér hvernig umræðan fer fram við börn eftir aldri. Eins og önnur öryggis kennsla þarf umræðan og fræðslan um kynferðislegt ofbeldi, mörk,snertingu og samskipti að gerast oft og reglulega. Vera viðeigandi fyrir barnið til að það geti tileinkað sér það í daglegu lífi sínu sem eflir samskipti og öryggi þess.

Það sem við vitum um kynferðislegt ofbeldi og gerendur er að þeir/þær misnota það vald sem þau hafa yfir barninu, trúverðuleika og traust. Aðgang að börnum fá gerendur í gegnum foreldra. Því er mikilvægt að ræða þann möguleika að þetta gæri verið einhver sem foreldar treysta og þykir vænt um og eitthvað gæti gerst eftir að foreldri er búið að gera þitt besta til að vernda barnið. Ofbeldi er aldrei barninu að kenna og þarf barnið að heyra það frá foreldrum sínum, eða einhverjum sem það treystir.

Til stuðnings fyrir foreldra býður Blátt áfram upp á fyrirlestur á netinu.

Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu staðreyndir kynferðisofbeldis, forvarnir og hvers ber að gæta. Boðið er upp á að spyrja og spjalla um spurningar sem brenna á foreldrum.

t.d ég á barn sem er fjögurra ára og hegðar sér skringilega í kringum háttatímann, hvað á ég að gera?

Umræða um líkamann, snertingu og reglur um einkastaðina má hefjast um leið og barnið fer að tala. Foreldrar sem ræða líkamshlutana reglulega við börn sín og gera umræðuna hluta af samskiptum við börnin, eiga auðveldara með að tala um kynfræðslu og samskipti síðar meir.

Fyrirlestur sérstaklega gerður fyrir foreldra til að fara yfir spurningarnar hér að ofan er í boði reglulega í gegnum netið hjá Blátt áfram. Erindið er haldið í gegnum internetið. Við skráningu færðu sendan póst með tengli og aðgang á netinu. Mögulegt er að sjá bæði fyrirlesara og glærur á skjánum.

Helstu upplýsingar og skráning hjá svava@blattafram.is

Verð: 1.500 kr

Næstu erindi fyrir foreldra á netinu:

 1. Nov. 2013. kl 20:00 – 21.30
 2. Des. 2013. kl 20:00 – 21.30

Blátt áfram mælir með fyrir foreldra:

Foreldra bæklingur: Síða 1 | Síða 2

3 – 6 ára: Bókin „Mínir einkastaðir“ fæst hjá Bókaútgáfunni Sölku og öllum bókabúðum Pennans/Eymundson.

“Líkaminn minn“ fæst hjá Barnaheill.

7-10 ára: Teiknimyndin “Leyndarmálið“ á netsíðu Blátt áfram.

http://www.reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-4355

10 – 18 ára:7 skref til verndar börnum okkar“.

Saft.is til að fræða þig og barnið þitt um örugg samkipti á netinu.

Eftirfarandi eru ýmsar upplýsingar sem foreldrar geta nýtt sér til að efla sjálfan sig og samfélagið í vernda börn okkar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hér finnur þú m.a.

1. Leiðarvísir þegar velja á stofnanir, félög og námskeið fyrir börn. Þessi leiðarvísir kemur frá Darkness to Light.
2. Bækur fyrir foreldra til að fræða börn um kynferðislegt ofbeldi, líkama sinn, góð og vond leyndarmál
3. Bækur fyrir eldri börn og unglinga um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
4. Bækur fyrir fullorðna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
5. Bækur fyrir foreldra ef barn þitt hefur orðið fyrir ofbeldi.
6. Bækur fyrir fullorðna sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi sem börn

Því miður eru flestar þessar bækur á ensku. Þær eru samt mjög hjálplegar til umræðu og fræðslu barna okkar. Ef þú veist um bók sem hefur reynst vel og vilt mæla með vinsamlegast sendu á blattafram@blattafram.is

1.
Leiðarvísir fyrir foreldra þegar velja á stofnanir, félög og námskeið fyrir börn.

Hér er leiðarvísir fyrir foreldra sem vilja koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á börnum sínum hjá stofnunum og félögum sem þjóna börnum þeirra.

Tilgangur leiðarvísins er að efla þig sem foreldri í að verndar börnin þín og í leiðinni vekja stofannir og félög til umhugsunar um leiðir til að vernda börn. Leiðarvísirinn sýnir ykkur fram á hvers þið eruð megnug og hvaða ábyrgð þið berið á að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Hann veitir ykkur skilning á barnaverndarreglum hjá stofnunum og félögum fyrir börn og bendir á leiðir til að bæta þær. Leiðarvísirinn gefur dæmi um spurningar sem þú getur spurt þegar þú ert að skoða skóla eða félagasamtök fyrir barnið þitt. T.d.

Hvernig velur stofnunin eða félagið starfsfólk og sjálfboðaliða? Er beðið um skriflega umsókn? Fara allir umsækjendur og sjálfboðaliðar í viðtal? Eru umsækjendur upplýstir um stefnu ykkar í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum?

Er farið yfir persónuleg og fagleg meðmæli? Er sakaskrá skoðuð?

Blátt áfram getur hjálpað stofnunum og félagasamtökum sem eru að huga að stefnumótun vegna forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Við mælum með námskeiðinu Verndarar Barna fyrir alla foreldra, starfsfólk og sjálfboðaliða sem vinna með börnum og ungu fólki. Næstu námskeið er að finna á Verndarar Barna síðunni og dagatalinu á forsíðunni. Vinsamlegast sendið á blattafram@blattafram.is með spurningar um notkun leiðarvísins og fræðslu Blátt áfram.

Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Íslensk bók um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi.

Verndum Þau eftir Ólöfu Ástu Farestveit og Þörbjörgu Sveinsdóttur. Bókin er sérstaklega ætluð þeim sem vinna með börnum og ungu fólki. Blátt áfram mælir með henni fyrir alla fullorðna.

 

 1. Bækur fyrir foreldra til að fræða börn um kynferðislegt ofbeldi, líkama sinn, góð og vond leyndarmál.Mínir Einkastaðir. Diane Hansen. Bókin er á Íslensku og fæst hjá Blátt áfram.
  My body belongs to me eftir Jill Starishevsky
  Trouble with Secrets eftir Karen Johnsen
  The Right Touch eftir Jody Bergsma og Sandy Kleven
  Your Body Belongs to You eftir Cornelia Maude Spelman og Teri Weidner
  My Body is Private eftir Linda Walvoord Girard