Styrktu BÁ – Vertu upplýstur!

Vertu upplýstur!

Fyrstu helgina í maí stendur Blátt áfram fyrir söluherferðinni Vertu upplýstur!  Þetta árið gekk vonum framar eins og svo oft áður og þökkum við fyrir stuðning frá landsmönnum við starfi Blátt áfram!

Mörg góð fyrirtæki stór og smá hafa lagt fram stuðning til Blátt áfram frá upphafi forvarnarstarfsins 2004. Án þessa mikilvæga stuðnings og samstarfs við samfélagið hefði forvarnarstarfið ekki gengið svona snuðrulaust fyrir sig.

Blátt áfram vill taka það fram að ótalinn fjöldi einstaklinga, bæði fullorðinna og barna hefur verið veitt hjálp í gegnum fræðslu eða auglýsingarherferðir Blátt áfram. Með forvarnarfræðslu og samfélags hvatningu hafa þessir einstaklingar fundið hjá sér kjark til að leita sér hjálpar, sagt fullorðnum frá ofbeldi eða gerendur leitað sér hjálpar.

Blátt áfram er þakklátt fyrir að vera frumkvöðull í forvörnum á Íslandi og vonar að hvert og eitt okkar sem hefur lagt hönd á plóginn í starfi Blátt áfram sé jafn stolt og við.

Ef þú eða þitt fyrirtæki vill fræðast um verkefnið og hvernig hægt væri að styrkja verkefnið á annan hátt vinsamlegast hafðu samband í síma 893-2929 eða sendu á okkur póst á blattafram@blattafram.is