Stuðningur við félagið – símasöfnun og ljósasala.

  1. apríl 2015

Blátt áfram er rekið af frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja sem gera okkur kleift að halda úti öflugu forvarnarstarfi gegn kynferðisofbeldi á börnum. Þar spila Verndarar Blátt áfram stærsta hlutverkið en þeir styrkja baráttu samtakanna með mánaðarlegum stuðningi.

Á næstu vikum munum við hringja í einstaklinga og bjóða þeim að leggja okkur lið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Við vonum að vel verði í verkefnið tekið.

Dagana 27. apríl til 3. maí verður landssöfnun félagsins haldinn í 6. sinn og verður sölufólk um allt land að selja lítið ljós (lyklakippu) undir slagorðinu ” Verum upplýst”.

Ef þú vilt styðja við félagið er hægt að framkvæma greiðslur á vefsíðu félagsins eða hafa samband  við á blattafram@blattafram.is eða í síma 533 2929

Með þinni hjálp munum við halda baráttunni ótrauð áfram – blátt áfram!

Kærar þakkir,

 

Sigríður Björnsdóttir

formaður Blátt áfram

sigga@blattafram.is