Starfsmenn Blátt áfram

Guðrún Helga Bjarnadóttir

Guðrún Helga Bjarnadóttir, fræðslustjóri Blátt áfram, er leikskólakennari að mennt. Hún starfaði sem leikskólastjóri á Hvammstanga 1994-1998 og sem leikskólafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ 1999-2012. Guðrún er ART (Agression replacement trainer) þjálfi og hefur starfað semslíkur frá 2007. Guðrún Helga hefur starfað sem leiðbeinandi hjá Blátt áfram frá því í mars 2010 og starfar nú í föstu hlutastarfi hjá samtökunum. Guðrún Helga hefur leitt námskeiðið Verndarar barna frá árinu 2010, flutt fyrirlestra fyrir félagasamtök og foreldrafélög, annast Lífsleikni tíma hjá grunnskólabörnum, allt frá 5. og upp í 10.bekk. Auk þess hefur Guðrún komið að kynningu á samtökunum í fjölmiðlum, flutt erindi og stýrt vinnuhópum í samstarfi við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar haustið 2012. Einnig kemur hún að samstarfi Blátt áfram við aðrar þjóðir og hefur komið að þjálfun fólks frá Grænlandi, Lettlandi og Ungverjaland.

 

 

Sigríður Björnsdóttir

Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, er annar stofnandi Blátt áfram og hefur starfað hjá samtökunum í fullu starfi síðan þau urðu sjálfstæð 2006.  Hún hefur starfað við fræðslu hjá Blátt áfram forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum síðan 2004. Sigríður er markþjálfi og með diplóma frá EHÍ í mannauðsstjórnun. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir foreldra, kennara og starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum. Einnig veitir Sigríður félögum og stofnunum sem starfa með börnum og unglingum leiðsögn er varða verklagsreglur sem stuðla að auknu öryggi barna. Hún flutti erindi og stýrði vinnuhópum í samstarfi við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar haustið 2012. Í tengslum við starf sitt fer hún reglulega erlendis með erindi um forvarnir til annarra þjóða sem hafa sýnt verkefninu áhuga, m.a Finnlandi, Svíþjóð, Lettlandi, Ungverjalandi, Grænlandi og USA.

Sigríður gerði rannsókn á tengslum erfiðra upplifana í æsku við lífsgæði fólks seinna meir á lífsleiðinni. http://hdl.handle.net/1946/24951

 

 

Þórleif Guðjónsdóttir

Þórleif Guðjónsdóttir, sérfræðingur í fjáröflun, markaðs og kynningarmálum Blátt áfram, er tómstunda – og félagsmálafræðingur að mennt með diplómu á masterstigi í lýðheilsuvísindum. Þórleif hefur starfað hjá samtökunum síðan 2017.