Sérfræðingar og stuðningshópar

Stígamót

Fólk á öllum aldri leitar til Stígamóta, konur og karlar, sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Þegar fólk leitar fyrst til Stígamóta er því boðið upp á einkaviðtöl.  Menntun ein og sér tryggir ekki góðan skilning á kynferðisofbeldi. Áhersla er lögð á að starfsemi Stígamóta byggist ávallt á reynslu þeirra sem þangað leita. Nánari upplýsingar  á  www.stigamot.is
——————————————————————————–

Drekaslóð

Drekaslóð veitir þolendum alls kyns ofbeldis og aðstandendum þeirra aðstoð ti að vinna með sínar afleiðingar í formi viðtala, námsekiða og hópastarfs. Við bjóðum velkomna til okkar þolendur eineltis, kynferðisofbeldis, þolendur ofbeldis í parasamböndum eða innan fjölskyldna, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt.  Einnig þolendur ofbeldis framið af ókunnugum.  Við leggjum áherslu á að ná til karlmanna í auknum mæli, við viljum reyna grípa unga fólkið okkar eins fljótt og hægt er og einnig munum við bæta þjónustu til heyrnarskertra og geðfatlaðra.   Við bjóðum bæði upp á grunnþjónustu í formi einstaklingsviðtala og grunnhópa og einnig bjóðum við uppa á fjölbreytta framhaldsvinnu sem oft er sérsniðin fyrir hvern hóp fyrir sig.  Við byggjum á hjálp til sjálfshjálpar.  Nánari upplýsingar í síma 860 3358

——————————————————————————–

SASA

SASA er félagskapur karla og kvenna sem hefur þá sameiginlegu reynslu að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni.

——————————————————————————–

Gunnar Hrafn Birgisson Sálfræðingur

Doktorsgráðu og sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði, auk bandarískra starfsréttinda sem sálfræðingur. Hefur unnið með börn, unglinga og fullorðna í einstaklings-, para- og fjölskylduviðtölum.   Hlaut sérþjálfun í greiningu og meðferð þolenda og gerenda í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu og rak Sexual Assault Victim Intervention Program fyrir varnarliðið um tíma.
Hans hugmyndafræðilega nálgun er aðallega hugræn atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð og ný jákvæð sálfræði.
Fyrir nánari upplýsingar og ráðgjöf vinsamlegast hafið samband við Gunnar Hrafn Birgirsson í síma 696-0987 eða sendið tölvupóstgunnarbirgis@gmail.com

——————————————————————————–

Sálfræðifyrirtækið, Sál-ráð, hefur upp á að bjóða nýja þjónustu varðandi meðferð, greiningu og áhættumat á einstaklingum sem framið hafa kynferðisbrot. Um er að ræða samstarf þriggja sálfræðinga, Önnu Kristínar Newton, Ólafs Arnars Bragasonar og Þórarins Viðars Hjaltasonar. Í bréfi frá þeim stendur:  Öll höfum við talsverða reynslu af því að vinna með erfiða unglinga/afbrotaunglina sem og afbrotamenn og höfum lagt sérstaklega áherslu á að vinna með þeim sem hafa framið kynferðisbrot hvort sem um er að ræða unga gerendur eða fullorðna.

Við leggjum áherslu á að nota aðferðir við meðferð sem byggjast á hugrænni atferlismeðferð og hafa sýnt fram á góðan árangur í þessum málaflokki. Markmið með meðferð af þessu tagi er fyrst og fremst að draga úr líkum á frekari kynferðisbrotum.

Í meðferð leggjum við m.a. áherslu á:

að kenna einstaklingi að ná stjórn á hegðun
að kenna hvatastjórnun og hæfni til að takast á við erfiðleika sem tengjast því að stjórna kyn- og reiðihvötum
að kenna ákveðni og hvernig megi leysa ágreining
auka félagshæfni til að stuðla að auknu sjálfsöryggi og félagslegri hæfni
að reyna að auka samúð og skilning á neikvæðum afleiðingum sem fórnarlömb kynferðisofbeldis og fjölskyldur þeirra upplifa
ráðstafanir sem koma í veg fyrir hrösun
að bæta sjálfsmat
kynfræðslu til að viðkomandi skilji heilbrigða kynhegðun og að leiðrétta trufluð viðhorf eða rangar skoðanir á kynhegðun
Ásamt meðferð sinnum við áhættumati og greiningu kynferðisbrotamanna og annarra afbrotamanna fyrir réttarvörslukerfið og barnaverndaryfirvöld. Handleiðsla okkar er í höndum sérfræðings í klínískri- og réttarsálfræði sem hefur margra ára reynslu í meðferð, greiningu og mati kynferðisbrotamanna á Íslandi.

Þeir sem óska eftir þjónustu okkar eða nánari upplýsingum varðandi starfsemina geta haft samband við Önnu Kristínu Newton í síma 6949077 eða í gegnum netfangið akn1511@hotmail.com

——————————————————————————–

Önnur úrræði – margir góðir aðilar standa að stuðningshópum fyrir fólk sem lifði af kynferðisofbeldi.  Hvetjum við flesta til að hringja og kynna sér hvað er í boði og hvaða leið hentar þér.  Það sama virkar ekki fyrir alla og mikilvægt að við finnum þá leið sem við treystum sé sú rétta fyrir okkur.  Þú veist best hvað hvers konar stuðning þú þarft…og það getur svo breyst…og þá þarft þú að fara aftur á stúfana að leita að því næsta sem þú þarft.  Mundu bara að taka sjálfan þig í sátt…þetta er gjöf fyrir sjálfan þig að endurheimta sjálfan þig, ekki af því að þú ert svo ómöguleg/ur eða brotin/n

Fjölskylduþjónusta Kirkjunnar Sími 562-3600

Fjölskyldumiðstöðin í Reykjavík Sími 511-1599

Sálfræðingafélag Íslands og Félag Íslenskra sálfræðinga.  Ingi Jón Hauksson er framkvæmdastjóri félaganna. Ekki er hægt að ganga að honum vísum á skrifstofutíma vegna starfseminnar en hægt að mæla sér mót við hann með tölvupósti sal@sal.is eða í gegnum síma 568-0895.  Þar getur þú fengið upplýsingar um sálfræðinga sem vinna með einstaklingum sem lifað hafa af kynferðisofbeldi.

Hér er líka góður listi yfir sálfræðinga ef þú vilt hringja sjálf/ur og finna þann sem þér líkar við.  Sálfræðingar

——————————————————————————–

Barnahús

Hvetjum við ávalt fólk til þess að leita til fagfólksins í Barnahúsi sem hafa tekið viðtöl við fleiri hundruð börn þar sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.  Þær búa að reynslu og þjálfun í skýrslutökum sem er börnunum ómetanleg þar sem talið er að sum þeirra geti haft mjög alvarlegar afleiðingar við það að þurfa að endurtaka framburð sinn. Sjá hér fyrir neðan nánar um þeirra aðferðafræði – skrif úr mbl.

Barnahús og skýrslutökur ( Word skjal )

Meira um www.barnahus.is

——————————————————————————–

Miklu málir skiptir að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldisins fyrr heldur en síðar.  Hér eru 8 skref sem gefin eru upp í góðri bók um kynferðisofbeldi sem geta hjálpað.  Þessi bók er á bókalistanum okkar og heitir Separated from the Light ef einhver vill kynna sér nánar eftir Dr. William Tollefson.  Við mælum með henni.

Skref til bata

1. Taktu ákvörðun:
Veldu að huga að heilsunni, veldu að lifa ekki í sársaukanum lengur, stattu við hverja ákvörðun og veldu að hjálpa sjálfri /um þér fyrst, ekki reyna að laga fortíðina.

2.  Vertu meðvituð:
ákveddu að læra að skilja fræðilega hvað gerðist, lærðu um áhrif og afleiðingar ofbeldis, finndu hjálp hjá reyndum fagaðilum og viðurkenndum stuðningshópum

3. Taktu ábyrgð:
vertu ábyrg/ur fyrir hugsunum, tilfinningum og hegðun, ábyrgð þýðir að standa við loforð gagnvart sjálfri/um þér, sama á hverju gengur, taktu við afleiðingum og hrósi fyrir ákvarðanir sem þú tókst, heiðraðu þá nýju stefnu sem þú ert að taka fyrir þig.

4. Sættu þig við og fyrirgefðu sjálfum þér:
viðurkenndu gamla hluta af sjáfri þér, sem hluti af þér, án þess að dæma þig.  Fyrirgefðu sjálfri þér en ekki gerandanum eða því sem gerðist.

5.  Þroskaðu samband við sjálfa þig:
Talaðu við, semdu við og komdu að samkomulagi við sjálfa þig reglulega.  Nærðu, studdu og elskaðu þig sjálfa.  Staddu við og fylgdu eftir loforðum og ákvörðunum við sjálfa þig.  Gerðu það sem þú segist ætla að gera fyrir þig.  Taktu áhættu með nýrri hegðun.  Vertu vinur þín sjálfs.

6.  Greindu það sem þú vilt breyta:
Allir eiga rétt á að breyta hverju sem þeir vilja hjá sjálfum sér svo lengi sem það skaðar engan.  Búðu til þig sjálfa eins og þú vilt verða.  Skrifaðu niður og hannaðu með raunsæi hvernig þú vilt hugsa, vera og finna til.

7.  Gríptu til aðgerða:
Æfðu og æfðu þangað til nýjar hugsanir, aðgerðir og tilfinningar eru orðnar hluti af þér.  Þú þarft ekki að trúa því, bara að æfa það.

8.  Ekki gefast upp á sjálfri þér:
Ekki snúa baki við sjálfan þig og gefast upp.  Ekki dæma allt sem þú gerir.  Ef hlutirnir ganga ekki upp, stoppaðu við og farðu til baka í 3 skref.

Mundu að þú ert þess virði að vinna í þér!

Gangi þér vel!

——————————————————————————–

Margar góðar leiðir eru í boði til þess að takast á við afleiðingar þess að hafa lifað af ofbeldi.  Við hvetjum hvern og einn til þess að skoða hvað er í boði og hvað hentar þér.  Hér bendum við á listmeðferð sem samkvæmt því sem við höfum heyrt getur reynst sérstaklega vel þegar fólk man ekki það sem gerðist eða á erfit með að koma orðum á tilfinningarnar sem eru að brjótast inn í okkur.  Vinsamlegast kynnið ykkur þetta nánar Listmeðferð

Einstaklingar sem hafa lifað af ofbeldi (andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt) eiga oft á tíðum í erfiðleikum með að lifa í núinu, vera meðvitaðir um sjálfan sig og þá sértaklega eigin líkama.  Þar erum við ekkert öðruvísi.  Við hvetjum þessa einstakling til að kynna sér leiðir til að auka meðvitund um eigin líkama og róa hugann.  Margar leiðir eru í boði með jóga og þess háttar.  Síðastliðið haust for ég að stunda Rope Yoga sem ég mæli með til þessa.  Það er sjálfsögðu einnig frábær leið til að koma sér í gott líkamlegt form en stunda andlega skoðun í leiðinni. Fann ég strax fyrir ró með sjálfri mér og einnig styrk í líkamanum sem leiddi til þess að mér leið betur og átti auðveldara með að takast á við verkefni dagsins. Til að kynna þér nánar Robe Yoga sjá Rope Yoga