Námskeiðið “Verndarar barna” – 22.febrúar

Námskeiðið “Verndarar barna” – 6.mars
01/02/2018
Sýna allt

Námskeiðið “Verndarar barna” – 22.febrúar

Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum sem og einstaklingum sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.

Ítarleg lýsing á námsefni Verndarar Barna má nálgast hér

Dagsetning og tími: 22. febrúar 2018, klukkan 14:00-17:00, 3 kennslustundir.

Staðsetning: Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Verð: 7.500.-