Verndarar barna

7.500 kr.

Staðsetning: Fákafen 9, 108 Reykjavík

Dagsetning og tími: 20.ágúst 2018 frá klukkan 08:30-12:00

Verð: 7.500.-

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Ætlað fullorðnum einstaklingum sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Einnig ætlað stofnunum og félagasamtökum sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 20.

Lýsing:

Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Efnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum sem og einstaklingum sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Á námskeiðinu er farið yfir 7 skref til verndar börnum, verkefnabók. Á námskeiðinu er horft á myndefni sem hefur að geyma frásagnir þolenda þar sem þeir gera grein fyrir ferlinu; bæði ofbeldinu og bataferlinu. Einnig er þarna að finna myndbrot með fræðslu og leiðbeiningum frá höfundi námsefnisins og sérfræðingum sem daglega þurfa að takast á við öll þau vandamál sem lúta að kynferðisofbeldi.

Á námskeiðinu fá þátttakendur:

  • Gagnvirka vinnubók sem inniheldur allt námsefnið.
  • Upplýsingabækling um þau lög sem lúta að kynferðisofbeldi; opinber stefnumótun, viðbrögð, meðferð mála og úrræði.
  • Leiðarvísir þeim til halds og trausts til að vera Verndarar barna sem er grundvallar fræðsluefni um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum.
  • Upplýsingar um félagsleg úrræði, stuðning og aðstoð fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra.
  • Viðvarandi stuðning og hvatning á heimasíðu Blátt áfram

Markmið:

Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki,festu og ábyrgð.

Umsjón

Leiðbeinendur sem leiða námskeiðið er fagfólk sem hefur hlotið þjálfun hjá Blátt áfram.

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega tveim dögum fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á blattafram@blattafram.is.

Blátt áfram áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

20 in stock