Ráðstefna: Ef þú sérð ofbeldi, stöðvaðu það.

13.900 kr.

Föstudaginn 31. ágúst, kl: 8:00 – 15:30. Innifalið í verði: ráðstefna og veitingar.

Blátt áfram forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri standa fyrir ráðstefnu þar sem flutt verða erindi og vinnustofur um forvarnir, gerendur og þolendur.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig stöðvum við gerendur?
  • Hvernig minnkum við áhættu fyrir ofbeldi í umhverfi okkar?
  • Hvernig komum við í veg fyrir ofbeldi?
  • Hvernig hjálpum við börn að segja fyrr frá og leita sér aðstoðar?

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru þrír:

Joan Tabachnick útskrifaðist frá Yale, School of Organization and Management árið 1986, með MPPM. Hún hefur helgað ævistarfi sínu baráttunni gegn ofbeldi og býr yfir 30 ára reynslu af störfum hjá sjálfseignarstofnunum og félagasamtökum. Á ráðstefnunni mun Joan fjalla um áhrifamátt sjónarvotta (e.bystander) og hvernig megi virkja þá í báráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum.

Nánar um Joan 

Dr. Jane Flieshman útskrifaðist frá Widener háskóla árið 2016 með doktorspróf í Human Sexuality, meistaragráðu í kennslufræðum frá sama skóla árið 2013 og meistaragráðu í starfsmannamálum frá háskólanum í Massachusetts árið 1983. Á ráðstefnunni mun erindi Jane fjalla um hvernig stuðla megi að kynheilbrigði í nánum samböndum eftir kynferðisbrot.

Nánar um Jane 

Dr. Kieran McCartan lauk sálfræðinámi frá Queens University of Belfast, master í afbrotafræði frá University of Leicester og síðar doktorsnámi í sálfræði frá sama skóla. Á ráðstefnunni mun erindi Dr. McCartan fjalla um meðferðar- og aðlögunarform “Circles of support and accountability” ætlað gerendum kynferðisbrota sem lokið hafa fangelsisvist. 

Nánar um Kieran 

115 in stock