Leiðbeinendanámskeið Verndara Barna

65.000 kr.

VERNDARAR BARNA – LEIÐBEINANDANÁMSKEIÐ (8KLST)

Dagsetning og tími: 17. janúar 2020. Kl: 08:15-16:00
Verð: 65.000.kr 
Staðsetning: Fákafen 9, 108 Reykjavík

Verndarar barna er nýtt íslenskt fræðsluefni um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Leiðbeinandinn mun í kjölfarið fá tækifæri til að fræða aðra fullorðna einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Leiðbeinendanámskeið Verndara barna er fyrir aðila sem hafa áhuga á að leiða námskeiðið Verndarar barna á eigin vegum, starfs síns vegna eða fyrir það sveitarfélag sem viðkomandi býr í eða starfar fyrir. Námskeiðið hentar sérstaklega félagsráðgjöfum, sálfræðingum, kennurum, náms- og starfsráðgjöfum, þroskaþjálfum og öðru fagfólki sem starfar eða hafa starfað með börnum og ungmennum. Hentar einnig starfsmönnum stofnana og félagasamtaka sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.

Markmið: Markmiðið er að þjálfa fagfólk til að leiða námskeiðið Verndarar barna og veita öðru fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi á börnum af hugrekki,festu og ábyrgð.

Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 12.

Lýsing: Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Efnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum sem og einstaklingum sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna. Á námskeiðinu er farið yfir 5 skref til verndar börnum, verkefnabók og horft er á myndefni sem hefur að geyma upplýsingar frá aðilum t.d. frá Barnahúsi, neyðarmóttöku og barnavernd, sérfræðingum sem daglega þurfa að takast á við öll þau vandamál sem lúta að kynferðisofbeldi á börnum, sem og námsráðgjafa og frá íþróttahreyfingunni. Einnig eru frásagnir þolenda, bæði af ofbeldinu og bataferlinu.
Farið verður yfir kenningarlegan grunn forvarna gegn ofbeldi á börnum og tekist á við margvísleg mál er kunna að koma upp við það að leiða námskeiðin með verklegum æfingum og stuðningi.

Á námskeiðinu fá þátttakendur: Handbók fyrir leiðbeinendur og gagnvirka vinnubók sem inniheldur allt námsefnið. Rafrænt aðgengi er að öllu því efni sem Verndarar barna – Barnaheill hefur yfir að ráða varðandi námskeiðið. Meðal annars, upplýsingabækling um þau lög sem lúta að kynferðisofbeldi; opinbera stefnumótun, rétt viðbrögð og meðferð mála og úrræði.

Umsjón: Umsjónarmenn leiðbeinendanámskeiðsins er fagfólk og aðalhöfundar efnisins Verndarar barna.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar: Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega tveim dögum fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á verndararbarna@barnaheill.is Barnaheill áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.

 

2 in stock

Blátt áfram notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Við notum Woocommerce verslunarkerfið. Í pöntunarferlinu verða tvær vafrakökur geymdar. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að nota kerfið og því ekki hægt að slökkva á þeim.
  • woocommerce_cart_hash
  • woocommerce_items_in_cart

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á blattafram.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur