Landssöfnun

Í ár, 2017, er 8.árið sem Blátt áfram er með landssöfnun.  Dagana 21.apríl – 4.maí 2017 stendur söfnunin yfir og er sölufólk um allt land að selja ljós, sem jafnframt er lyklakippa og minnislykill til styrktar samtökunum.

Inni á minnislyklinum er nýr fræðslubæklingur samtakanna, 5 skref til verndar börnum.  Slagorð söfnunarinnar í ár er “Hafðu áhrif” og okkur til stunings er tónlistarkonan Glowie.

Ljósið kostar 2000 kr. og eru bæði einstaklingar og félagasamtök víða um land að styðja Blátt áfram með því að selja ljósið.

Með þinni hjálp munum við ótrauð halda starfi okkar áfram – blátt áfram !

Hafið kærar þakkir