Gerendur

 

þytt efni af vef Carla Van Dam

http://carlavandam.com/work/stopping-sex-offenders-in-their-tracks/

Gerendur beita börnin ekki ofbeldi fyrr en þeir hafa fyrst náð foreldrum og fullorðnum á sitt band og þeir eru orðnir hafnir yfir ásakanir!
Þessi aðferð er gerð af ráðnum hug af hundruða kynferðisafbrotamanna sem þeir segja sjálfir frá (Carla van Dam).
Ef brestur er á að þekkja þetta ferli er upplifunin óumflýjanlega vantrú þegar vel liðin einstaklingur sem er traustur í samfélaginu fær ákæru. – Ákærur sem koma frá barni eða jafnvel vandræða unglingi gagnvart virtum einstaklingi. Orð gegn orði. Nánast enginn vitni og foreldrar barna eiga erfitt með að trúa þessu uppá einstaklinga.
Með því að verða meðvitaður um hætti og hegðun þeirra geta fullorðnir áttað sig á því að það er á þeirra ábyrgð að vernda barnið en ekki barninu að segja frá. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að vernda börn frá aðstæðum þar sem hætturnar gætu leynst.
Mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu þar sem 95% af þeim sem beita kynferðislegu ofbeldi er vel þekktir í fjölskyldunni, ljúfir og virðast traustir einstaklingar sem hafa á sér gott orð í samfélaginu. Það er þessi mannvirðing sem þeir gera sér mikið fyrir að ná og halda svo þeir virðist vera traustir og yfir allan vafa hafnir!! Vil ítreka að það sem ég segi hér er skýr leið til að grípa inní þar sem kynferðisafbrotamenn sem eru „of góðir” gætu verið að reyna að draga niður siðferðisvitund þína og barnanna og þannig náð yfir mörkin þeirra.
Ef þú upplifir að það sé einhver í samskiptum við barn þitt sem hegðar sér á þann hátt að þú færð skrítna tilfinningu. Ekki horfa framhjá því, vertu tilbúin að bregðast við með þær upplýsingar sem þú hefur og komdu í veg fyrir að aðilinn fái aðgang að barni þínu. Í því felst fælingarmáttur fyrir þessa einstaklinga.
Það er allskonar fólk sem beitir kynferðislegu ofbeldi. Þeir geta gert það í gegnum starf, áhugamál eða giftast inní fjölskyldur til að ná til barna. Aldur, kyn og starf segir ekki til um hverjir beita ofbeldi.

Ef þú upplifir hegðun einhvers fullorðins og færð skrítna tilfinningu með það. Þá er eitthvað rangt við þessa hegðun einstaklingsins og þér ber að biðja hann að hætta og með því ertu að gefa bæði honum og barninu skýr skilaboð.

Það er ótti við að skilgreina hvaða snerting er kynferðislegt ofbeldi eða leiðir til kynferðislegs ofbeldis. Börn hafa verið spurð í meðferðum af hverju það taldi ofbeldið ekki vera kynferðislegt ofbeldi, var vegna þess að það voru ekki samfarir, og þess vegna var það ekki kynferðislegt ofbeldi! Þú sem foreldri þarft að ákveða það fyrir þig hvað er í lagi og hvað ekki.

Er það í lagi að frænka komi og kyssi öll börn á munninn?

Er í lagi að skyldmenni slái unglinstúlkuna þína á rassinn?

Er í lagi að kennari strjúki niður bak barnsins?

Er í lagi að kennari sitji með barnið þitt í skólanum?

Þú þarft að gefa barninu þínu skýrar leiðbeiningar og einnig ef þú upplifir eða sérð einstaklinga hegða sér þannig að stoppa það strax áður en það verður meira og færist á næstu þrep.
Upplýsingar og efni úr bókum Carla van Dam. The socially skilled child molester og Identifying child molesters.

Við teljum mikilvægt að fólk átti sig á mismunandi mynstri og afbrigðileika kynferðisofbeldis.
Það er oft talið vera sjaldgæft, augljóst fyrirbæri sem gerist sjaldan og þá einu sinni. Það eru fjölmargar aðstæður og atburðir sem geta haft áhrif á kynferðisofbeldi. Mikill fjölbreytileiki hefur greinst í einkennum, aðferðum og þrautseigju gerenda og félagslegum aðstæðum þar sem ofbeldið á sér stað. Með slíkar upplýsinga gæti það talist ómögulegt að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi með forvörnum.
Þrátt fyrir það er mikilvægt að átta sig á að nánast ekkert af þessu segir til um að það sé jöfn tíðni á dreifingu ofbeldis. – Ekki eru öll börn í jafn mikilli hættu á að verða þolendur kynferðisofbeldis, börn verða ekki fyrir áhrifum af ofbeldi á sama hátt. Unglingar og fullorðnir eru ekki allir í jafn mikilli hættu á að verða afbrotamenn og ekki eru gerendur í jafnmikilli áhættu á að þróa með sér og verða langtíma gerendur. Að lokum, ekki stafar öllu umhverfi hætta á að kynferðisofbeldi geti átt sér stað (Lausleg þýðing úr bók um forvarnir, Smallbone, Marshall og Wortley, 2011).