Fyrirlestrar

Blátt áfram býður upp á  neðangreinda fyrirlestra:

  • Hvernig vernda foreldrar æsku barna sinna þegar umhverfið sem við búum við krefst þess að augu þeirra séu galopin! – erindi um forvarnir
  • Ormagrifja eða skemmtigarður –  erindi um gerendur
  • Hefur einhver beðið þig að þegja yfir óþægilegu leyndarmáli? Viltu segja frá því ? – erindi fyrir foreldra um Einkastaði líkamans, foreldrahandbók

Lengd fyrirlestra: 1 – 2 klst með umræðum

Verð: 60.000kr
Hægt er að bóka fyrirlestra með því að senda póst á netfangið: blattafram@blattafram.is

Nánar upplýsingar um hvern fyrirlestur

  1. Hvernig vernda foreldrar æsku barna sinna þegar umhverfið sem við búum við krefst þess að augu þeirra séu galopin?

Fyrirlestur ætlaður fullorðnum, þeim sem vinna með börnum og unglingum. Einnig fyrir foreldra og aðra sem bera ábyrgð á börnum.

Ef það væri auðvelt að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi væri vandamálið ekki til. Ástæða þess að svo mörg börn, sem eru almennt 25-33% af fólksfjölda á hverjum stað, verða fyrir kynferðisofbeldi er að samfélagið stendur algerlega ráðþrota gagnvart þessu máli. Þegar börn segja frá því að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eru sönnunargögn venjulega ósýnileg og þær fáu vísbendingar sem koma upp á yfirborðið virðast of ótrúlegar til að mark sé á þeim takandi. Það virðist of erfitt að bregðast af festu við kynferðisofbeldi gagnvart börnum, mun auðveldara er að gera ekkert og þar með stofna fleiri börnum í hættu. (Carla Van Dam 2010)

Erindið fjallar um:

  • Hvað eru forvarnir – Greinamunur á fyrirbyggjandi aðferðum og leiðbeiningum eftir að ofbeldið hefur átt sér stað. – Fyrsta stigs forvarnir
  • Möguleika til að draga verulega úr kynferðisofbeldi
  • Aðferðir til að stuðla að öruggara umhverfi(vinnustað) fyrir fullorðna, börn og ungmenni. – Annars stigs forvarnir
  • Rannsóknir og tíðni kynferðisofbeldis hér á landi og erlendis.

 

  1. Fyrirlestur – Ormagrifja eða skemmtigarður, – berum kennsl á gerendur kynferðisofbeldis.

Komum í veg fyrir kynferðisofbeldi á börnum með því að þekkja mynstur ofbeldismanna/kvenna.  Erfiðasti hluti forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi er að huga að þeim möguleika að þeir sem beita börn ofbeldi eru einstaklingar sem við virðum, treystum og elskum.  Þeir/þær leggja sig fram við að vera sem hjálplegastir/ar og traustsins verðir.  Þessa staðreynd þurfum við að takast á við!

Sigríður Björnsdóttir  fjallar í erindi sínu um spurningar um gerendur, hvernig þekkjum við þá?  Hvernig verndum við börnin frá slíkum einstaklingum?  Hvernig við komum í veg fyrir kynferðisofbeldi á börnum með því að þekkja mynstur ofbeldismanna. Efnið  er frá Cörlu van Dam, Ph.D.

Carla van Dam er klínískur og réttarsálfræðingur sem vinnur við fyrsta stigs forvarnir til að  hjálpa við að enda kynferðisofbeldi á börnum. Hennar fókus er að þróa aðferðir í  að bæta samfélög með betri skilningi á þeim sem beita slíku ofbeldi. Til viðbótar við starf  hennar sem réttarsálfræðingur  og mat hennar á þekktum kynferðisafbrotamönnum, þjálfar hún sérfræðinga, vinnur með lögfræðingum og hjálpar félagasamtökum. Ýmist efni er til eftir hana og tvær bækur sem heita; Identifying Child Molesters: Preventing Child Sexual Abuse by Recognizing the Patterns of the Offenders (Routledge paperback, 2001) and The Socially Skilled Child Molester: Differentiating the Guilty From the Falsely Accused (Routledge paperback).

 

3. Fyrirlestur – Einkastaðir líkamans, hanbók foreldra.

„Bókin „Einkastaðir líkamans“ er sérstaklega ætluð foreldrum og fjallar um líkamann, einkastaðina  og mörk. Í henni eru ábendingar og svör við þeim spurningum sem höfundar hafa fengið frá foreldrum í gegnum tíðina.

Í erindinu verður leitast við að svara spurningum eins og; Hvernig ræði ég forvarnir við börnin mín? Hvernig spyr ég ég barnið mitt þegar það sýnir breytta hegðun? Hvaða orðalag á ég að nota til að hræða ekki barnið mitt?

Í gegnum störf sín hafa þær hitt fjölda fólks sem á þá reynslu sameiginlega að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi sem börn. Margt af þessu fólki hefur tjáð sig um að ef einhver hefði rætt við þau um líkamann, einkastaðina og mörk og hvað ætti að gera ef einhver færi yfir þau mörk hefði það hugsanlega  hjálpað þeim að opna sig fyrr um ofbeldið sem þau urðu fyrir.

Höfundar bókarinnar eru Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri, markþjálfi og sálfræðinemi við háskólann á Akureyri ásamt Kristínu Bertu Guðnadóttur, félagsráðgjafa og fjölskylduþerapista sem hefur unnið að málefnum barna og fjölskyldna þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu til margra ára. Báðar hafa þær sinnt fræðslu til fullorðinna og barna í áratug.

Bókin hlaut styrk frá Reykjavíkurborg og Biskupsstofu. Fjöldi foreldra og fagfólks las bókina yfir í vinnsluferlinu og hefur gefið henni góða dóma.

Upplýsingar um fyrirlesara Blátt áfram:

Sigríður Björnsdóttir
Sigríður Björnsdóttir

Sigríður Björnsdóttir er annar stofnandi Blátt áfram og hefur starfað hjá samtökunum í fullu starfi síðan þau urðu sjálfstæð 2006.  Sigríður er með Ba í sálfræði og stundar framhaldsnám í sálfræði við HR. Hún hefur starfað við fræðslu hjá Blátt áfram forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum síðan 2004. Sigríður er markþjálfi og með diplóma frá EHÍ í mannauðsstjórnun. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir foreldra, kennara og starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum. Einnig veitir Sigríður félögum og stofnunum sem starfa með börnum og unglingum leiðsögn er varða verklagsreglur sem stuðla að auknu öryggi barna. Hún flutti erindi og stýrði vinnuhópum í samstarfi við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar haustið 2012. Í tengslum við starf sitt fer hún reglulega erlendis með erindi um forvarnir til annarra þjóða sem hafa sýnt verkefninu áhuga, m.a Finnlandi, Svíþjóð, Lettlandi, Ungverjalandi, Grænlandi og USA.

Í lokaverkefni sínu (Ba) gerði hún rannsókn á tengslum erfiðra upplifana í æsku við lífsgæði fólks seinna meir á lífsleiðinni. http://hdl.handle.net/1946/24951

Sigríður fjallar um  rannsóknir á tíðni ofbeldis hér og annarstaðar, rætt er um þá þætti sem hjálpa fólki að yfirstíga eigin ótta við að ræða forvarnir við börn sín og hvernig er rætt við börn um líkama sinn, mörk og samskipti.  Ýmis dæmi eru rædd svo foreldrar geti frekar áttað sig á hvaða þættir skipta höfuðmáli þegar koma á í veg fyrir að börn verði fyrir ofbeldi. Einnig fjallar Sigríður um ótta barna sem verða fyrir slíku ofbeldi og hvað það er sem börn eru að leita eftir þegar þau hafa orðið fyrir slíku.

Guðrún Helga Bjarnadóttir
Guðrún Helga Bjarnadóttir

Guðrún Helga Bjarnadóttir er leikskólakennari að mennt. Hún starfaði sem leikskólastjóri á Hvammstanga 1994-1998 og sem leikskólafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ 1999-2012. Guðrún er ART (Agression replacement trainer) þjálfi og hefur starfað semslíkur frá 2007. Guðrún Helga hefur starfað sem leiðbeinandi hjá Blátt áfram frá því í mars 2010 og starfar nú í föstu hlutastarfi hjá samtökunum. Guðrún Helga hefur leitt námskeiðið Verndarar barna frá árinu 2010, flutt fyrirlestra fyrir félagasamtök og foreldrafélög, annast Lífsleikni tíma hjá grunnskólabörnum, allt frá 5. og upp í 10.bekk. Auk þess hefur Guðrún komið að kynningu á samtökunum í fjölmiðlum, flutt erindi og stýrt vinnuhópum í samstarfi við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar haustið 2012. Guðrún Helga hefur leitt námskeiðið Verndarar barna hjá nokkrum íþróttafélögum og flutt fyrirlestra um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Guðrún Helga sinnir forvörnum í sinni breiðustu mynd með aðaláherslu á að ná til hins fullorðna. Einnig kemur hún að samstarfi Blátt áfram við aðrar þjóðir og hefur komið að þjálfun fólks frá Grænlandi, Lettlandi og Ungverjalandi.

Umsögn um fyrirlestur ( Word skjal)

Umsögn um fyrirlestur ( Word skjal)

Umsögn um fyrirlestur ( Word skjal)

Umsögn um fyrirlestur ( Word skjal)