Pistill – Lífsleikni – Ofbeldi skilgreint

Á síðustu vikum höfum við verið að tala við unglinga í grunnskólum og hafa þau ýmislegt að segja um kynferðisofbeldi. Spurningar þeirra hafa breyst frá því við hófum fræðslu okkar.  Áður vissu þau lítið um að setja mörk og hvað væri kynferðisofbeldi. Nú velta þau fyrir sér hvernig er best að styðja við vini sem verða fyrir ofbeldi eða áfalli og þau eru mjög áhugasöm um tíðni ofbeldis á Íslandi.

 Talið er að 17% barna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og að 80% af þeim þekki gerandann ( Hrefna Ólafsdóttir, 2011). Ef við setjum þessar staðreyndir í samhengi þá er verið að tala um  17 börn í  100 barna skóla og 13 af þeim þekkja gerandann.

 

Fræðslupistill 1. – Ofbeldi skilgreint.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir fimm gerðir af slæmri meðferð á börnum. Sem er líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, vanræksla og barnaþrælkun (WHO, 2006).

Við teljum mikilvægt að fólk átti sig á mismunandi mynstri og afbrigðileika kynferðisofbeldis.

Það er oft talið vera sjaldgæft, augljóst fyrirbæri sem gerist sjaldan og þá einu sinni. Það eru fjölmargar aðstæður og atburðir sem geta haft áhrif á kynferðisofbeldi. Mikill fjölbreytileiki hefur greinst í einkennum, aðferðum og þrautseigju gerenda og félagslegum aðstæðum þar sem ofbeldið á sér stað. Með slíkar upplýsinga gæti það talist ómögulegt að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi með forvörnum.

Þrátt fyrir það er mikilvægt að átta sig á að nánast ekkert af þessu segir til um að það sé jöfn tíðni á dreifingu ofbeldis. – Það eru ekki öll börn í jafn mikilli hættu á að verða þolendur kynferðisofbeldis, börn verða ekki fyrir áhrifum af ofbeldi á sama hátt. Unglingar og fullorðnir eru ekki allir í jafn mikilli hættu á að verða afbrotamenn og ekki eru gerendur í jafnmikilli áhættu á að þróa með sér og verða langtíma gerendur. Að lokum, ekki stafar öllu umhverfi hætta á að kynferðisofbeldi geti átt sér stað. (Lausleg þýðing úr bók um forvarnir, Smallbone, Marshall og Wortley, 2011)

Rætt um forvarnir opinskátt og blátt áfram. Ekki til að hræða eða kenna einhverjum um, heldur til að tala um hlutina eins og þeir eru. (SB)

Kærleikskveðja,

Sigríður Björnsdóttir