Flestir brjóta ekki af sér aftur!

Landssöfnun félagsins.
31/05/2016
Sýna allt

Flestir brjóta ekki af sér aftur!

Talið er að þriðjungur kynferðisbrota séu framin af einstaklingum undir 18 ára aldri og því mikið í húfi að þeir fái aðstoð og viðeigandi meðferð. Þegar börn eða unglingar sýna markalausa hegðun og athæfi gagnvart öðrum börnum ætti að varast að kalla þá gerendur. Sálfræðingar hér á landi, sem fá börn eða unglinga í meðferð, segja að flestir þeirra brjóti ekki af sér aftur og mögulega var brot þeirra vegna þekkingarleysis og skorts á fræðslu. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi þess að hjálpa ungu fólki sem brýtur gegn öðrum börnum og þau fái sálfræðimeðferð og hún sé niðurgreidd af ríkinu. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að ítrekunartíðni fullorðinna sem brjóta gegn börnum er um 5 – 15 %. En hafa skal í huga að tilkynningar um kynferðisbrot skekkja þessar niðurstöður þar sem fá mál fara fyrir dóm og enn færri hljóta refsingu.

Í síðustu viku var þáttur á sjónvarpsstöðinni HringbrautHringbraut um mikilvægi forvarnarfræðslu þar sem spjallað er við unga stúlku sem sagði frá ofbeldi. Margrét Rún Styrmisdóttir var níu ára gömul þegar góðvinur fjölskyldu hennar beitti hana kynferðisofbeldi. Ofbeldismaðurinn hafði áunnið sér traust Margrétar áður en hann lét til skarar skríða.

Forvarnarfræðsla um mörk og samskipti er því mikilvægur þáttur fyrir börn og unglinga. Slík fræðsla er á ábyrgð foreldra. Börn sem ekki fá þannig fræðslu heima fyrir eru svo oft lánsöm að fá þessa fræðslu í skólanum sínum.

Sigríður Björnsdóttir, BA sálfræði, framkvæmdastjóri.