Barnavernd

Barnavernd er sameiginleg ábyrgð fullorðinna í samfélaginu.  Hér finnur þú upplýsingar um forvarnir gegn kynferðisofbeldi, um barnavernd og aðra sem sinna málefnum barna.

Forvarnir

HLUSTAÐU og talaðu við börnin þín á hverjum degi

Kenndu barninu að það má segja nei við hvern þann sem reynir að snerta það.

Segðu barninu að fólk sem það þekkir, treystir og elskar gæti reynt að snerta það á óviðeigandi hátt.  Leggðu áherslu á að flestir fullorðnir myndu aldrei gera þetta og vilja börnum allt það besta.

Umfram allt hvettu barnið til að þekkja og treysta eigin insæi – og þú hlusta á þitt insæi.  Ef aðstæður eða manneskja vekur hjá þér grunsemd, fylgdu því eftir því þú hefur eflaust rétt fyrir þér.

Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau vegna kynferðisofbeldis.  Traust og gott samband býr til þægilegt andrúmsloft þar sem börn eru ekki hrædd við að leita til foreldra sinna.  Þetta er ekki bara flókið en líka erfitt sérstaklega fyrir úti vinnandi foreldra og foreldra unglinga.

Talaðu við börnin þín á hverjum degi, og taktu tíma til þess að hlusta og fylgjast með.  Lærðu eins mikið og þú getur um hvað barnið þitt er að gera og tilfinningar þess.  Hvettu það til að ræða hvað veldur þeim áhyggjum.

Að lokum ræddu þetta oft og Blátt áfram…..þú gætir leitt til bjartari framtíðar!

Forvarnir snúast um fræðslu.  Fræðslu fyrir börnin, unglingana, foreldra og aðstandendur og kynferðisafbrotamennina og konurnar.

Kynntu þér fræðslu sem við bjóðum uppá hér á heimasíðunni og hafðu samband ef þú vilt taka þátt í forvarnarstarfinu og fá fræðslu fyrir þig!


Á heimasíðu Barnaverndarstofu kemur fram:

Í barnaverndarlögum er kveðið á um skyldur manna að tilkynna barnaverndarnefnd ef þeir verða þess vísir að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess sé svo áfátt að barninu geti stafað hætta af. Sérstakar skyldur hafa þeir sem stöðu sinnar vegna eru líklegir til að þekkja til aðstæðna barna að gera barnaverndarnefnd viðvart. Hér getur verið um að ræða kennara, presta, lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri. Lögregla skal tilkynna til barnaverndarnefndar um tilvik þegar grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn annað hvort af barni eða gegn því.

Hverjum manni er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef hann verður þess var að barn sæti vanrækslu eða illri meðferð og er rétt að hafa tafarlaust samband við barnaverndaryfirvöld þar sem barnið á lögheimili og tilkynna um málið. Einstaklingar sem tilkynna geta óskað nafnleyndar gagnvart fjölskyldu barnsins, en opinberir aðilar njóta ekki nafnleyndar.

Nánar um Barnaverndarnefndir sjá www.bvs.is