Afleiðingar

Ace study

Afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar

Með forvarnarvinnu eins og þessari er markmiðið að koma í veg fyrir vandamál á fullorðinsárum hjá þeim börnum sem verða fyrir þessari ógæfu á barnsaldri. Vandamál eins og þunglyndi, drykkju, eiturlyfjaneyslu, vændi, ofbeldi o.fl. Við teljum þetta verkefni vera skref í rétta átt en það er mikil vinna framundan.

Samkvæmt grein Nínu Börk Jónsdóttur í Mbl. þar sem hún talar við Hrefnu Ólafsdóttur kemur fram að sumir eru að kljást við afleiðingar misnotkunnar allt lífið og að það sé mismunandi hvaða afleiðingar misnotkunin hafi á þolendur. Þar segir ennfremur að margir þolendur lifi góðu og fínu lífi og nýti sín úrræði vel á meðan aðrir burðist með þessa reynslu og séu að kljást við afleiðingarnar allt lífið eða þar til þeir leita sér aðstoðar.

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.

Marilyn Vanderburg, fyrrum ungfrú Ameríka tala um reynslu sína.
pdf  Rannsókn Sigrúnar Sigurðardóttur um afleiðingar kynferðslegrar misnotkunar.

pdf  Rannsókn Ólínu Guðbjargar um Áhrif kynferðisofbeldis á líðan þolenda sem leita til Stígamóta.

Miklu málir skiptir að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldisins fyrr heldur en síðar. Hér eru 8 skref sem gefin eru upp í góðri bók um kynferðisofbeldi sem geta hjálpað. Þessi bók er á bókalistanum okkar og heitir Separated from the Light ef einhver vill kynna sér nánar eftir Dr. William Tollefson. Við mælum með henni.

Skref til bata

1. Taktu ákvörðun:
Veldu að huga að heilsunni, veldu að lifa ekki í sársaukanum lengur, stattu við hverja ákvörðun og veldu að hjálpa sjálfri /um þér fyrst, ekki reyna að laga fortíðina.

2. Vertu meðvituð:
ákveddu að læra að skilja fræðilega hvað gerðist, lærðu um áhrif og afleiðingar ofbeldis, finndu hjálp hjá reyndum fagaðilum og viðurkenndum stuðningshópum

3. Taktu ábyrgð:
vertu ábyrg/ur fyrir hugsunum, tilfinningum og hegðun, ábyrgð þýðir að standa við loforð gagnvart sjálfri/um þér, sama á hverju gengur, taktu við afleiðingum og hrósi fyrir ákvarðanir sem þú tókst, heiðraðu þá nýju stefnu sem þú ert að taka fyrir þig.

4. Sættu þig við og fyrirgefðu sjálfum þér:
viðurkenndu gamla hluta af sjáfri þér, sem hluti af þér, án þess að dæma þig. Fyrirgefðu sjálfri þér en ekki gerandanum eða því sem gerðist.

5. Þroskaðu samband við sjálfa þig:
Talaðu við, semdu við og komdu að samkomulagi við sjálfa þig reglulega. Nærðu, studdu og elskaðu þig sjálfa. Staddu við og fylgdu eftir loforðum og ákvörðunum við sjálfa þig. Gerðu það sem þú segist ætla að gera fyrir þig. Taktu áhættu með nýrri hegðun. Vertu vinur þín sjálfs.

6. Greindu það sem þú vilt breyta:
Allir eiga rétt á að breyta hverju sem þeir vilja hjá sjálfum sér svo lengi sem það skaðar engan. Búðu til þig sjálfa eins og þú vilt verða. Skrifaðu niður og hannaðu með raunsæi hvernig þú vilt hugsa, vera og finna til.

7. Gríptu til aðgerða:
Æfðu og æfðu þangað til nýjar hugsanir, aðgerðir og tilfinningar eru orðnar hluti af þér. Þú þarft ekki að trúa því, bara að æfa það.

8. Ekki gefast upp á sjálfri þér:
Ekki snúa baki við sjálfan þig og gefast upp. Ekki dæma allt sem þú gerir. Ef hlutirnir ganga ekki upp, stoppaðu við og farðu til baka í 3 skref.

Mundu að þú ert þess virði að vinna í þér!

Gangi þér vel!

 

Margar góðar leiðir eru í boði til þess að takast á við afleiðingar þess að hafa lifað af ofbeldi. Við hvetjum hvern og einn til þess að skoða hvað er í boði og hvað hentar þér. Hér bendum við á listmeðferð sem samkvæmt því sem við höfum heyrt getur reynst sérstaklega vel þegar fólk man ekki það sem gerðist eða á erfit með að koma orðum á tilfinningarnar sem eru að brjótast inn í okkur. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta nánar.

Ein helsta afleiðing kynferðislegara misnotkunnar er sneypan sem þolendur, oft sem börn, taka á sig vegna ofbeldisins. Þessi sneypa, ef ekki er tekist á við hana, stjórnar lífi þolandans langt fram á fullorðins ár. Vonumst við til að þeir sem lesi þetta, nálgist bókina sem við minnumst á hér fyrir neðan, því þar er einnig mjög vel lagt fram hvað gerist hjá börnum sem vaxa úr grasi í fjölskyldu þar sem þau eru beitt líkamlegu ofbeldi.

Birt með leyfi höfundar úr bókinni Uppkomin Börn Alkóhólista, Árni Þór Hilmarsson
Bókin fæst í Eymundsson og Betra líf.

Hvað er sneypa eða skömm?

Höfundur bókarinnar, Árni Þór Hilmarsson, hefur lokið BA-prófi í sálarfræði og MA-prófi í ráðgjöf. Hann hefur í rúman áratug starfað við einstaklings- og hjónabandsráðgjöf og hefur undanfarin ár haldið námskeið á Suðurnesjum fyrir uppkomin börn alkóhólista. Í dag vinnur Árni Þór sem Fræðslustjóri Kópavogs. arnih@kopavogur.is